Fór tvisvar í gegnum 110% leiðina

Margrét Tryggvadóttir alþingismaður.
Margrét Tryggvadóttir alþingismaður. frikki

Mar­grét Tryggva­dótt­ir alþing­ismaður seg­ir dæmi um að fólk hafi farið tvisvar í gegn­um 110% leiðina. Ástæðan sé sú að lán­in hafi hækkað svo mikið vegna verðbólg­unn­ar að hún hafi étið upp niður­fell­ingu sem kom út úr fyrri niður­færsl­unni.

„Ég þekki konu sem er að fara í annað sinn í  gegn­um 110%-leiðina því að lán­in halda áfram að hækka þrátt fyr­ir að greitt sé af þeim eft­ir áætl­un.

For­senda fyr­ir al­vöru­end­ur­reisn efna­hags- og at­vinnu­lífs­ins er að leiðrétta skuld­ir heim­ila og fyr­ir­tækja af sann­girni. Eins og fram­kvæmd­in er nú er þeim refsað sem sýndu ráðdeild og út­sjón­ar­semi, lögðu sparnað sinn í heim­ilið. Þeir sem fóru var­lega upp­fylla ekki skil­yrði 110%-leiðar­inn­ar. Þeir sem tóku 100% lán og áttu aldrei krónu í hús­næði sínu fá niður­fell­ingu skulda. Þetta fyr­ir­komu­lag er fá­rán­legt. Hvaða skila­boð eru stjórn­völd að senda með því að refsa fyr­ir ráðdeild?“ spyr Mar­grét í pistli á vefsíðu sinni.

Pist­ill Mar­grét­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert