Kemur til greina að leggja SGS niður

Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík.
Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík.

Takist ekki að setja niður deilur innan Starfsgreinasambandsins er ekki um annað að ræða en að leggja sambandið niður. Þetta segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík.

Aðalsteinn segir að Starfsgreinasambandið hafi verið nánast óstarfhæft síðustu misserin vegna deilna um stefnu og vinnubrögð. Hann segir að sambandið hafi verið mikilvægur vettvangur fyrir verkafólk á Íslandi. Ef menn nái að vinna saman geti það orðið mikilvægt afl. Til þess að svo megi vera þurfi að breyta vinnubrögðum og efla sambandið.

Stjórn Starfsgreinasambandsins, sem er stærsta landssambandið innan ASÍ, hefur sent bréf til allra 19 aðildarfélaga sinna og óskað eftir að þau leggi fram hugmyndir um framtíð sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert