Landsdómur kemur saman á morgun

Landsdómur kemur saman á morgun í Þjóðmenningarhúsinu.
Landsdómur kemur saman á morgun í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Golli

Dómarar í Landsdómi koma saman á morgun í Þjóðmenningarhúsinu til að fjalla um kröfu lögmanns Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, um að málinu gegn honum verði vísað frá.

Landsdómur mun á morgun hlusta á málflutning um frávísun málsins og á sjónarmið saksóknara Alþingis sem vill að málið fái efnislega umfjöllun.

Tæpt ár er frá því að Alþingi samþykkti tillögu um að ákæra Geir H. Haarde. Efnislegur málflutningur hefur ekki enn farið fram og alls óljóst hvenær niðurstaða málsins mun liggja fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka