Óeðlilegt að geta keypt stórar jarðir

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir á Fés­bók­arsíðu sinni að hon­um finn­ist ekki eðli­legt að út­lend­ing­ar geti keypt stór­ar jarðir eða jafn­vel hundruð fer­kíló­metra lands á Íslandi.

„Það er bæði sjálfsagt og nauðsyn­legt að greiða fyr­ir er­lendri fjár­fest­ingu á Íslandi. Vilji menn reisa hót­el og fara í ferðaþjón­ustu ber að fagna því. En er það sjálfsagt og eðli­legt að menn geti keypt stór­ar jarðir og jafn­vel hundruð fer­kíló­metra lands? Það finnst mér ekki. Eitt sem horfa ber til er hvort ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar njóta slíks rétt­ar í heimaríki viðkom­andi,“ seg­ir Bjarni.

Sam­kvæmt EES-samn­ing­um geta íbú­ar á Evr­ópska efna­hags­svæðinu keypt jarðir á Íslandi. Íbúar landa utan EES þurfa hins veg­ar að sækja um leyfi til landa­kaupa á Íslandi til inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Kín­verski kaup­sýslumaður­inn Huang Nubo hef­ur sótt um slíkt leyfi til inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, en hann hef­ur skrifað und­ir samn­ing um kaup á Gríms­stöðum á Fjöll­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka