„Því verr sem virkjunin gengur, því betra fyrir bankann“

Hálslón við Kárahnjúkavirkjun. Myndin er tekin síðsumars 2007.
Hálslón við Kárahnjúkavirkjun. Myndin er tekin síðsumars 2007. mbl.is/Rax

Ómar Ragn­ars­son seg­ir frá því á bloggsíðu sinni að í „glæsi­ferð“ Lands­bank­ans á Kára­hnjúka­svæðið síðsum­ars 2007, þar sem hann var leiðsögumaður, hafi hann lýst áhyggj­um sín­um við ann­an banka­stjóra bank­ans, af því að virkj­un­in mis­heppnaðist. Sá - sem Ómar nafn­grein­ir ekki - hafi ekki sagst hafa nein­ar áhyggj­ur af þessu og ástæðuna kveðst Ómar hafa fengið hjá öðrum starfs­manni bank­ans: „Því verr sem virkj­un­in geng­ur, því betra fyr­ir bank­ann.“

Ómar seg­ir svo frá:

„Mér brá í fyrstu og undraðist svarið þangað til ég áttaði mig á því að banka­stjór­arn­ir vissu að verkið var rík­is­tryggt og að þjóðin myndi borga brús­ann, hvernig sem færi, en bank­inn fengi hins veg­ar allt sitt og meira að segja með of­ur­vöxt­um ef hann þyrfti að út­vega björg­un­ar­fjármagn.“

Þetta seg­ist Ómar hafa fengið staðfest síðar þegar hann komst á snoðir um „leyni­leg­an neyðar-síma­fund, sem hald­inn var einn morg­un­inn þar sem voru í síma­torgi full­trú­ar Lands­virkj­un­ar, Lands­bank­ans og þeirr­ar stofn­un­ar rík­is­ins, sem sér um lána­mál. Viðfangs­efnið var að redda sjö millj­arða króna láni til Lands­virkj­un­ar fyr­ir klukk­an tíu. Sem sagt: Klukku­stund­ar gálga­frest­ur.

Þetta var því aðeins hægt að Lands­bank­inn lánaði þessa upp­hæð á of­ur­vöxt­um, sem lána­sýsla rík­is­ins kyngdi, en vext­irn­ir voru ofan við leyfi­leg mörk, sem giltu um þau efni. 

Þetta tókst og auðvitað græddi bank­inn í þessu til­felli á vand­ræðunum vegna erfiðleik­anna við virkj­ana­fram­kvæmd­irn­ar.“

Bloggsíða Ómars Ragn­ars­son­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert