Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi að hann ætlaði ekki að leggja það á þing og þjóð að fara að munnhöggvast við forseta Íslands.
Þetta kom fram í svari Steingríms við fyrirspurn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem beindi fyrirspurn til Steingrím vegna ummæla forseta Íslands í fjölmiðlum um helgina um að stjórnvöld hafi beygt sig fyrir ofbeldi af hálfu Hollendinga og Breta í Icesave-málinu.
„Þetta hlýtur að kalla á viðbrögð frá ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni.
Bjarni minnti einnigt á að fyrir þinginu lægi tillaga um að fram fari rannsókn á hverjir bæru ábyrgð á Icesave-málinu.
Steingrímur sagði fullsnemmt að menn krýndu sig sjálfskipaða sigurvegara í Icesave-málinu.