Bætir fyrir krotið

Veggjakrot er hvimleitt og spjöll á eignum. Myndin er úr …
Veggjakrot er hvimleitt og spjöll á eignum. Myndin er úr myndasafni og tengist ekki krotinu á Ísafirði. mbl.is/Brynjar Gauti

Unglingspiltur var staðinn að verki við veggjakrot á Ísafirði í liðinni viku. Hann ætlar að bæta fyrir gjörðir sínar og mun njóta aðstoðar föður síns við það, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum.

Tilkynning um afskipti lögreglunnar af drengnum var jafnframt send til barnaverndaryfirvalda. Þá lagði lögreglan hald á áfengi hjá tveimur piltum sem ekki höfðu aldur til að meðhöndla slíkt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert