Bíð eftir niðurstöðu

Geir H. Haarde í Þjóðmenningarhúsinu í dag.
Geir H. Haarde í Þjóðmenningarhúsinu í dag. mbl.is/Golli

„Það segir sig sjálft að það er auðvitað ekkert skemmtilegt að standa í þessu,“ sagði Geir H. Haarde að loknum málflutningi í morgun við landsdóm, þar sem tekin var fyrir krafa verjanda hans um að málinu yrði vísað frá.

„En þetta hefur út af fyrir sig gengið ágætlega, ég er með mjög flinkan og reyndan hæstaréttarlögmann í minni þjónustu. En svo bíður maður bara eftir því hvaða niðurstöðu rétturinn kemst að og það er hvorki mitt né annarra að segja til um það.“

„Ég er ekkert vanur því að sitja í réttarsal, þannig að það kemur manni allt á óvart sem þar fer fram,“ sagði Geir. „Af því að þetta var frávísun, þá þurfti ég ekkert að vera þarna frekar en ég vildi. En ég ákvað að mæta, bæði til að sýna réttinum virðingu og til að læra betur inn á þetta og hlýða á málflutninginn,“ sagði Geir H. Haarde.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert