Bíð eftir niðurstöðu

Geir H. Haarde í Þjóðmenningarhúsinu í dag.
Geir H. Haarde í Þjóðmenningarhúsinu í dag. mbl.is/Golli

„Það seg­ir sig sjálft að það er auðvitað ekk­ert skemmti­legt að standa í þessu,“ sagði Geir H. Haar­de að lokn­um mál­flutn­ingi í morg­un við lands­dóm, þar sem tek­in var fyr­ir krafa verj­anda hans um að mál­inu yrði vísað frá.

„En þetta hef­ur út af fyr­ir sig gengið ágæt­lega, ég er með mjög flink­an og reynd­an hæsta­rétt­ar­lög­mann í minni þjón­ustu. En svo bíður maður bara eft­ir því hvaða niður­stöðu rétt­ur­inn kemst að og það er hvorki mitt né annarra að segja til um það.“

„Ég er ekk­ert van­ur því að sitja í rétt­ar­sal, þannig að það kem­ur manni allt á óvart sem þar fer fram,“ sagði Geir. „Af því að þetta var frá­vís­un, þá þurfti ég ekk­ert að vera þarna frek­ar en ég vildi. En ég ákvað að mæta, bæði til að sýna rétt­in­um virðingu og til að læra bet­ur inn á þetta og hlýða á mál­flutn­ing­inn,“ sagði Geir H. Haar­de.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert