Björgólfur Thor Björgólfsson gagnrýnir á vefsíðu sinni umfjöllun breska blaðsins Observer um sig, undir heitinu „Rangfærslur sem útflutningsvara“, og segir hana „uppfulla af ósannindum og hálfsannleika“. Ekki hafi verið tekið tillit til athugasemda hans áður en greinin var birt. Hann hafi því leitað til lögmanns vegna umfjöllunarinnar.
Í greininni, þar sem Sigrún Davíðsdóttir var annar höfunda, er fjallað um að Björgólfur sé enn umsvifamikill og komið inn á að hann hafi haft nær 19 milljarða lystisnekkju í smíðum en síðar hætt við smíðina.
Björgólfur vísar til bloggsíðu Sigrúnar þar sem hún upplýsi að hann hafi leitað til lögmanns vegna umfjöllunarinnar. Einnig segi hún frá því að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hafi vísað á bug kæru hans frá því sl. vetur vegna umfjöllunar hennar um aflandsfélög í eigu Landsbankans. Björgólfur segir Sigrúnu hafa sleppt því í fréttinni að segja frá því að hún hafi farið rangt með atriði úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Sjá nánar á vefsíðu Björgólfs