Fóru út fyrir umboð SÞ

Steingrímur J. Sigfússon svarði fyrirspurnum við upphaf þingfundar í morgun.
Steingrímur J. Sigfússon svarði fyrirspurnum við upphaf þingfundar í morgun. mbl.is/Golli

Stein­grim­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra sagði á Alþingi í morg­un að Vinstri-græn hefðu lagst gegn því að NATO tæki við stjórn árás­anna á Líb­íu og teldu að í viss­um til­vik­um hefði verið farið út fyr­ir það umboð sem eðli­legt væri miðað við álykt­un Örygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna.

Sig­urður Kári Kristjáns­son Sjálf­stæðis­flokki spurði Stein­grím í fyr­ir­spurn­ar­tíma hvort hann styddi álykt­an­ir sem samþykkt­ar voru á vett­vangi flokks­stofn­ana Vinstri-grænna. Ann­ars veg­ar álykt­un þing­flokks VG sem hefði falið í sér harða gagn­rýni á iðnaðarráðherra fyr­ir að setja stjórn Byggðastofn­un­ar af og skipa nýja. Hins veg­ar hvort hann hefði stutt álykt­un flokks­ráðs VG um loft­árás­irn­ar á Líb­íu þar sem lagt er til að skipuð verði rann­sókn­ar­nefnd til að rann­saka aðdrag­anda þess að ís­lensk stjórn­völd samþykktu að ráðist yrði í þess­ar hernaðaraðgerðir.

Sig­urður Kári sagði að þess­ar álykt­an­ir Vinstri-grænna væru for­dæma­laus­ar í garð sam­starfs­flokks í rík­is­stjórn. Í þeim fæl­ist yf­ir­lýs­ing um van­traust þess­ara tveggja lyk­il­stofn­ana VG á hend­ur ut­an­rík­is- og iðnaðarráðherra.

Stein­grím­ur sagði að skipt­ar skoðanir hefðu verið á breyt­ing­un­um á Byggðastofn­un og það hefði því ekki átt að koma á óvart.

„Varðandi loft­árás­irn­ar á Líb­íu er ljóst að við vor­um ekki fylgj­andi því og lögðumst gegn því að NATO tæki þar við stjórn mála og telj­um að í viss­um til­vik­um hafi menn farið út fyr­ir það umboð sem eðli­legt sé miðað við álykt­un Örygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna, sér­stak­lega þegar kem­ur að loft­árás­um á borg­ara­leg skot­mörk. Þarna er verið að lýsa ákveðinni af­stöðu til hluta sem á ekki að þurfa að koma nein­um á óvart og ég held að það sé eng­in ástæða til að hafa áhyggj­ur af stjórn­ar­sam­starf­inu í þess­um efn­um,“ sagði Stein­grím­ur.

Pöru­pilt­ar og strák­ar

Sig­urður Kári kom aft­ur í ræðustól og sagðist velta því fyr­ir sér hvort það væri starf­hæf rík­i­s­tjórn í land­inu. Það sætti mikl­um tíðind­um að fjár­málaráðherra tæki und­ir efni þess­ara tveggja yf­ir­lýs­inga. Þar með að ut­an­rík­is­ráðherra yrði lát­inn sæta ábyrgð á Alþingi fyr­ir sín­ar embætt­is­færsl­ur. Ekki væri hægt að skilja svör Stein­gríms öðru­vísi en svo.

Stein­grím­ur sagði að ráðherr­arn­ir sem um ræddi nytu fyllsta trausts í stjórn­ar­sam­starf­inu. „Það er prýðilega starf­hæf rík­is­stjórn í land­inu og það stend­ur ekki til að láta ein­hverja pöru­pilta og stráka kom­ast upp á milli stjórn­ar­flokk­anna,“ sagði Stein­grím­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert