Gagnrýna að allt eftirlit sé í höndum Matvælastofnunar

Kettir eru vinsæl húsdýr
Kettir eru vinsæl húsdýr

Sam­tök líf­rænna neyt­enda - starf­hóp­ur­inn vel­ferð búfjár af­henti  sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra í dag um­sögn sína um til­lög­ur að nýj­um dýra­vel­ferðarlög­um.

Sam­tök­in fagna út­færslu ým­issa ákvæða, sem lúta að dýra­vel­ferð en bend­ir á önn­ur, sem talið er að krefj­ist end­ur­skoðunar. Gagn­rýnd er niðurstaða nefnd­ar um dýra­vel­ferð að færa allt eft­ir­lit og vald­heim­ild­ir til Matsvæla­stofn­un­ar.

Rak­in eru þau ákvæði, sem gerðar eru at­huga­semd­ir við og kom­ist er að þeirri niður­stöðu að end­ur­skoða þurfa ým­is­legt m.t.t. til þeirra meg­in­reglna, sem stjórn­völd telja æski­legt að séu viðhöfð við laga­rit­un. Er þar einkum átt við skýr­leika.

Fjallað er um skyld­ur og heim­ild­ir ráðherra til setn­ingu reglu­gerða skv. til­lög­un­um og m.a. bent á að mik­il­vægt sé að í nýj­um lög­um sé kveðið á um, þar sem ráðherra er skv. til­lög­un­um skyldaður til frek­ari út­færslu til­lagn­anna í reglu­gerðum. Í ljósi reynslu á rétt­ar­sviðinu er talið að tempra þurfi  framsal á lög­gjaf­ar­valdi til fram­kvæmda­valds.  Samn­ing reglu­gerða taki yf­ir­leitt óra­tíma og það geti komið og komi niður á dýra­vel­ferð.

Álitið er mik­il­vægt að bund­in verði í lög atriði, sem lúta að hunda- og katt­haldi enda rétt­arstaða þess­ara gælu­dýra­eig­enda óljós og ólík eft­ir lands­hlut­um.

Að lok­um er þeirri spurn­ingu velt upp hver laga­áhrif­in verða verði til­lög­urn­ar að lög­um og lögð áhersla á mik­il­vægi sam­ráðs við end­an­lega smíði frum­varps­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka