Gagnrýna að allt eftirlit sé í höndum Matvælastofnunar

Kettir eru vinsæl húsdýr
Kettir eru vinsæl húsdýr

Samtök lífrænna neytenda - starfhópurinn velferð búfjár afhenti  sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag umsögn sína um tillögur að nýjum dýravelferðarlögum.

Samtökin fagna útfærslu ýmissa ákvæða, sem lúta að dýravelferð en bendir á önnur, sem talið er að krefjist endurskoðunar. Gagnrýnd er niðurstaða nefndar um dýravelferð að færa allt eftirlit og valdheimildir til Matsvælastofnunar.

Rakin eru þau ákvæði, sem gerðar eru athugasemdir við og komist er að þeirri niðurstöðu að endurskoða þurfa ýmislegt m.t.t. til þeirra meginreglna, sem stjórnvöld telja æskilegt að séu viðhöfð við lagaritun. Er þar einkum átt við skýrleika.

Fjallað er um skyldur og heimildir ráðherra til setningu reglugerða skv. tillögunum og m.a. bent á að mikilvægt sé að í nýjum lögum sé kveðið á um, þar sem ráðherra er skv. tillögunum skyldaður til frekari útfærslu tillagnanna í reglugerðum. Í ljósi reynslu á réttarsviðinu er talið að tempra þurfi  framsal á löggjafarvaldi til framkvæmdavalds.  Samning reglugerða taki yfirleitt óratíma og það geti komið og komi niður á dýravelferð.

Álitið er mikilvægt að bundin verði í lög atriði, sem lúta að hunda- og katthaldi enda réttarstaða þessara gæludýraeigenda óljós og ólík eftir landshlutum.

Að lokum er þeirri spurningu velt upp hver lagaáhrifin verða verði tillögurnar að lögum og lögð áhersla á mikilvægi samráðs við endanlega smíði frumvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert