Greip ekki til tiltækra ráða

Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari Alþingis.
Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari Alþingis. mbl.is/RAX

Það athafnaleysi, sem Geir H. Haarde er sakaður um, felst í að  hann greip ekki til þeirra ráða sem honum voru tiltæk sem forsætisráðherra. Þetta sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, við Landsdóm í morgun.

Hún sagði það hafa vakið furðu sína að verjandi Geirs hefði minnst á Baugsmálið í málflutningi sínum en það væri eitt umdeildasta sakamál Íslandssögunnar.

Sigríður reifaði ákæruatriði á hendur Geir. Hún lagði áherslu á að sönnunarfærsla saksóknara myndi fyrst og fremst byggjast á að hann hefði ekki gripið til allra þeirra úrræða sem hann hefði getað og í því fælist sekt hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert