Kynferðisbrot tilkynnt hjá 5 trúfélögum

Guðrún Ögmundsdóttir er formaður fagráðsins.
Guðrún Ögmundsdóttir er formaður fagráðsins.

Tilkynnt hafa verið til fagráðs innanríkisráðuneytisins kynferðisbrot hjá fimm trúarsöfnuðum. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag, að um er að ræða Bahá'í á Íslandi, Boðunarkirkjuna, Fíladelfíu, Krossinn og Votta Jehóva.

Innanríkisráðherra setti í maí á stofn þriggja manna fagráð sem fjalla skal um ásakanir vegna ofbeldisbrota og kynferðisbrota einkanlega hjá trúfélögum. Fagráðið sendi trúfélögum fyrirspurn þar sem þau voru m.a. beðin um að tilgreina hvort og þá hversu margar tilkynningar um kynferðisbrot hafi komið til þeirra kasta.

Fjórtán félög hafa svarað fagráðinu. Fréttablaðið segir að alls hafi komið upp sjö kynferðisbrotamál innan safnaðar Votta Jehóva frá árinu 1960, þar af eru þrjú frá 1990. Lögregla rannsakaði eitt málið en það leiddi ekki til ákæru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert