Óljós málatilbúnaður

Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra, segir lög um landsdóm ekki uppfylla nútímakröfur um meðferð sakamála. Þá segir hann mjög óskýrt hvenær lög um landsdóm gilda og hvenær lög um venjuleg sakamál gilda.

Þetta segir hann vera ólíðandi fyrir verjanda að ekki sé ljóst hvaða lög sé verið að vísa til í ákærunni á hendur umbjóðanda sínum. Þetta skapi honum mikinn vanda þar sem saksóknari geti hnikað málinu til þegar kemur til aðalmeðferðar málsins og eftir sé að skilgreina mikilvæg efnisleg atriði ákærunnar.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert