Lögreglan í Kópavogi fékk í dag tilkynningu um að tveir menn hefðu reynt að lokka dreng upp í bíl með því að bjóða honum sælgæti. Drengurinn þáði ekki sælgætið heldur hljóp í burtu.
Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu en nokkuð hefur verið um sams konar tilkynningar á höfuðborgarsvæðinu þar sem tveir menn reyna ýmsar leiðir til að lokka börn upp í bíl hjá sér.