Vinstri-grænir þurfa að hugsa um hvort þeir hafa úthald til að klára þetta kjörtímabil. Það hafa ekki allir í flokknum. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir sem var gestur Kastljóssins í kvöld í tilefni af því að hún hætti þingmennsku í dag.
Spurð hvort Vinstri-grænir og Samfylking geti haldið áfram að starfa saman út kjörtímabilið segir Þórunn að með vilja sé allt hægt. Geti þeir það geti þeir það vel, en hún telji að það sé ákveðin þörf á uppstokkun.
Hún segist vita að margir í VG hafi úthaldið og séu afar einarðir og heilir í samstarfinu. Það hafi þó ekki allir því miður og það sé auðvitað vandi fyrir samsteypustjórn sem hafi stuðning 32 ráðherra og þingmanna, segir á vef RÚV.