Vill forsetann í framboð

Álfheiður Ingadóttir.
Álfheiður Ingadóttir. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ég held að Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son ætti bara að stíga skrefið til fulls og fara bara í fram­boð til þings,“ seg­ir Álf­heiður Inga­dótt­ir, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, um um­mæli sem Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, lét falla um Ices­a­ve-málið í frétt­um Rík­is­út­varps­ins í gær.

Þar sagði Ólaf­ur meðal ann­ars að ís­lensk stjórn­völd hefðu beygt sig fyr­ir of­beldi af hálfu Breta og Hol­lend­inga í mál­inu og að skyn­sam­leg­ast hefði verið að bíða og sjá hvaða fjár­mun­ir fengj­ust fyr­ir eign­ir gamla Lands­bank­ans í stað þess að „setja ís­lenska þjóð og sam­starf okk­ar við Evr­ópu­rík­in í þessa spennitreyju“.

Álf­heiður seg­ir Ólaf ein­fald­lega eiga að snúa aft­ur í stjórn­mál­in þar sem hægt sé að svara hon­um á jafn­rétt­is­grunni. „Hann lang­ar það greini­lega. Hann sér eft­ir því að hafa farið þaðan út og hann á bara að koma þangað aft­ur. Bjóða sig fram.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert