Vill forsetann í framboð

Álfheiður Ingadóttir.
Álfheiður Ingadóttir. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ég held að Ólafur Ragnar Grímsson ætti bara að stíga skrefið til fulls og fara bara í framboð til þings,“ segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, um ummæli sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lét falla um Icesave-málið í fréttum Ríkisútvarpsins í gær.

Þar sagði Ólafur meðal annars að íslensk stjórnvöld hefðu beygt sig fyrir ofbeldi af hálfu Breta og Hollendinga í málinu og að skynsamlegast hefði verið að bíða og sjá hvaða fjármunir fengjust fyrir eignir gamla Landsbankans í stað þess að „setja íslenska þjóð og samstarf okkar við Evrópuríkin í þessa spennitreyju“.

Álfheiður segir Ólaf einfaldlega eiga að snúa aftur í stjórnmálin þar sem hægt sé að svara honum á jafnréttisgrunni. „Hann langar það greinilega. Hann sér eftir því að hafa farið þaðan út og hann á bara að koma þangað aftur. Bjóða sig fram.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka