Eftirlit aukið með Kötlu

Sigkatlasvæði í Mýrdalsjökli. Myndin var tekin fyrr í sumar.
Sigkatlasvæði í Mýrdalsjökli. Myndin var tekin fyrr í sumar. Ljósmynd/Erik Sturkell

Ákveðið hefur verið að vísíndamenn fljúgi yfir  Mýrdalsjökul síðdegis í dag til þess að skoða aðstæður en talsverð jarðskjálftavirkni hefur verið í jöklinum að undanförnu.

Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur deildin og lögreglan á Hvolsvelli fylgst náið með jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli í samvinnu við vísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Ein skjálftahrinan reið yfir nú í hádeginu og stóð í um hálftíma. Skjálftarnir voru flestir litlir eða um eða kringum 1 stig en sá stærsti þó um 1,8 stig að sögn Hjörleifs Sveinbjörnssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofunni. 

Ekki hefur verið talin ástæða til að lýsa yfir háskastigi en vísindamannaráð almannavarna mun hittast á morgun og fara yfir stöðu og þróun mála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert