Jörð skelfur við Kötlu

Mýrdalsjökull. Katla er í baksýn.
Mýrdalsjökull. Katla er í baksýn.

Jörð hef­ur skolfið í kring­um Kötlu und­an­farna daga og virðist lítið lát á skjálfta­virkni. Ein skjálfta­hrin­an reið yfir nú í há­deg­inu og stóð í um hálf­tíma. Skjálft­arn­ir eru þó flest­ir litl­ir eða um eða kring­um á 1 stig en sá stærsti þó um 1,8 stig að sögn Hjör­leifs Svein­björns­son­ar, jarðfræðings hjá Veður­stof­unni. og voru um 20 mín­út­ur frá síðasta skjálfta þegar mbl.is ræddi við hann.

Hann seg­ir Kötlu óút­reikn­an­lega þegar kem­ur að því að spá fyr­ir um gos en skjálfta­virkni hafi auk­ist gríðarlega eft­ir hlaupið í Múla­kvísl í sum­ar. Í ár hafi mælst um 800 skjálft­ar á móti 300 yfir allt síðasta ár. Meiri virkni sé nú inn­an öskj­unn­ar en alla jafna. Það þurfi þó ekki að þýða að það fari að gjósa.

Sé virkn­in nú bor­in sam­an við hlaup í Múla­kvísl árið 1955 þá hafi virkn­in á þeim tíma verið vegna kvikuinn­skots sem hafi valdið meiri jarðhita, brætt af sér ís og valdið hlaup­inu. Þá hafi Katla ekki gosið. Inn­skot gæti verið að valda þess­um breyt­ing­um nú en það sé þó erfitt að segja ná­kvæm­lega hvað sé að ger­ast.

Hjör­leif­ur seg­ir vel fylgst með Kötlu og búið sé að koma fyr­ir fleiri skjálfta­mæl­um og búnaði til að fylgj­ast með á svæðinu. Auk­in skjálfta­virkni þurfi ekki að vera ávís­un á eld­gos, þar þurfi fleiri breyt­ur að spila sam­an.

AP-frétta­stof­an hef­ur eft­ir Páli Ein­ars­syni við Há­skóla Íslands að vel sé fylgst með Kötlu, þar sem hún sé það eld­fjall sem fólk ótt­ist helst. Hins veg­ar sé eðli­legt að skjálfta­virkni mæl­ist við Kötlu. Það sé þó óvenju­legt að sjá hrin­ur smærri jarðskjálfta með allt niður í tíu mín­útna milli­bili.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert