Skotið á glugga við Smiðjustíg

mbl.is/Eggert

Skotið var á tvær rúður í íbúð við Smiðjustíg um miðnættið í nótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu klukkan 00.06 um að skotið hefði verið á tvær rúður í húsinu. Tvöfalt gler er í gluggunum og brotnaði ytri rúðan í þeim báðum. Lögreglan rannsakar málið.

Engir skothvellir heyrðust og er talið mögulegt að beitt hafi verið loftbyssu eða öflugri teygjubyssu við að skjóta á rúðurnar. Sá sem tilkynnti atvikið taldi að 6-7 skot hafi hæft fyrri rúðuna sem skotið var á en 3-4 skot hafi hæft hina rúðuna.

Lögreglan fór strax á vettvang og leitaði vísbendinga í nágrenninu. Sá eða þeir sem skutu á rúðurnar fundust ekki þá. Málið verður rannsakað nánar í dag að sögn lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka