Staðgöngumæðrun þvert á flokka

Alþingishúsið
Alþingishúsið mbl.is / Hjörtur

Heilbrigðisnefnd Alþingis er klofin þvert á flokka í afstöðu sinni til þingsályktunartillögu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um staðgöngumæðrun. Í tillögunni leggur þingmaðurinn til að heilbrigðisráðherra verði falið að skipa starfshóp sem undirbúi frumvarp til laga sem heimili staðgöngumæðrun.

Meirihluti nefndarinnar samþykkti tillöguna með nokkrum orðalagsbreytingum og að kveðið yrði á um að frumvarpið yrði lagt fram í síðasta lagi í mars 2012 í stað mars 2011 áður. Voru  fimm atkvæði gegn fjórum atkvæðum minni hlutans. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs og formaður nefndarinnar er samþykk tillögunni ásamt Kristjáni L. Möller þingmanni Samfylkingarinnar. Hinir þrír þingmennirnir koma úr flokki sjálfstæðismanna og framsóknarmanna.

Fjórir stjórnarþingmenn leggjast gegn samþykkt tillögunnar, „vegna þeirrar eindregnu afstöðu sem þar birtist um að heimila eigi staðgöngumæðrun þótt með ströngum skilyrðum sé.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert