Allt að 23 aðstoðarmenn

Stjórnarráðið.
Stjórnarráðið. mbl.is/Hjörtur

Breyt­ing­ar sem meiri­hluti alls­herj­ar­nefnd­ar Alþing­is vill gera á lög­um um stjórn­ar­ráðið fela í sér að aðstoðar­menn ráðherra geta mest orðið 23. Þeir eru 10 í dag, en auk þess eru nokkr­ir ráðherr­ar með sér­staka ráðgjafa.

Sig­urður Kári Kristjáns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, gagn­rýn­ir þessa breyt­ingu, en Álf­heiður Inga­dótt­ir, vara­formaður alls­herj­ar­nefnd­ar, seg­ir þörf á að styrkja póli­tíska stefnu­mörk­un ráðherra.

Lagt er til að hver ráðherra geti ráðið til sín tvo aðstoðar­menn, en rík­is­stjórn­in geti ráðið þrjá til viðbót­ar ef þörf kref­ur. Með þessu sé hægt að bregðast við auknu álagi í ein­stök­um ráðuneyt­um.

Álf­heiður seg­ir að meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar hafi talið rétt að styrkja póli­tíska stefnu­mörk­un í ráðuneyt­un­um. Hún seg­ir að það hafi verið lít­il festa í kring­um þessi mál í gegn­um árin. Oft hafi verið gagn­rýnt að ráðherr­ar væru með aðstoðar­menn og ráðgjafa til viðbót­ar. Í BA-rit­gerð í stjórn­mála­fræði frá 2009 kem­ur fram að aðstoðar­menn eða ráðgjaf­ar ráðherra hafa lengst af verið 12, en voru flest­ir 17 á ár­un­um 1999-2003.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert