Falin myndavél: Gaddafi til Íslands

Ásgrímur skammaður af gesti Kringlunnar

„Það er óhætt að segja að undirtektirnar hafi verið misjafnar“, segir Ásgrímur Geir Logason, sem á dögunum lék í falinni myndavél fyrir MBL Sjónvarp þar sem hann bað gesti Kringlunnar að skrifa undir áskorun þess efnis að Gaddafi, forseta Líbíu, yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur.

Þessi óvenjulega beiðni féll ekki í góðan jarðveg hjá mörgum gestum sem húðskömmuðu Ásgrím fyrir að taka upp hanskann fyrir einræðisherrann.

Þáttinn má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert