Ómar Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við Bloomberg-fréttastofuna að stærstur hluti íslensku þjóðarinnar sé á þeirri skoðun að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, séu fáránleg.
Í frétt Bloomberg er farið yfir ástæðuna fyrir réttarhöldunum en að sögn Ómars leikur enginn vafi á því að Geir eigi heiðurinn af neyðarlögunum svonefndu. Meðal annars vegna neyðarlaganna hafi batinn í íslensku efnahagslífi verið hraðari en víðast annars staðar.