Veðurstofan spáir kólnandi veðri og slyddu til fjalla. Á spákorti má sjá að gert er ráð fyrir vægu frosti og lítils háttar snjókomu á sumum heiðum og á hálendinu í kvöld.
Veðurspáin hljóðar upp á norðanátt, 10-18 m/s, hvassast austast. Rigning verður á norðanverðu landinu og slydda til fjalla, en skýjað með köflum syðra. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu á morgun og birtir til S- og V-lands. Hiti 5 til 12 stig í dag, mildast syðst, en heldur svalara á morgun.