Gjaldeyrisumræðu frestað

Umræðu um frumvarp efnahagsráðherra um gjaldeyrismál og tollalög var frestað í kvöld, en hún stóð yfir i dag og í gær. Að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, var ákveðið að fresta umræðunni fram á mánudag.

Orðið var við þeirri kröfu stjórnarandstöðunnar að sérfræðingar tækju frumvarpið til lagalegrar og hagræðilegrar úttektar, eins og til stóð að gera í sumar.

Í frumvarpinu felst meðal annars að lögfesta gjaldeyrishöftin til áramótanna 2015-2016.
Þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafa harðlega gagnrýnt þessa lagasetningu og þeir gagnrýna einnig að enginn stjórnarliði hafi tekið þátt í umræðunni í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert