Kind bjargað úr gjá

Haust á Þingvöllum.
Haust á Þingvöllum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Kind var í dag bjargað úr djúpri gjá í sum­ar­bú­staðarlandi við Kár­astaði á Þing­völl­um.

Á frétta­vefn­um sunn­lenska.is kem­ur fram að sést hafi þegar kind­in féll í 15-20 metra djúpa gjá. Vatn er í gjánni en kind­in komst upp á syllu. Þegar fé­lag­ar úr Björg­un­ar­fé­lagi Árborg­ar komu til að ná henni upp stökk hún aft­ur út í vatnið og þurfti að synda á eft­ir henni.

Kind­in var bund­in og hífð upp. Haft er eft­ir björg­un­ar­sveit­ar­manni á vef sunn­lenska að hún hafi verið vel á sig kom­in eft­ir æv­in­týrið og hlaupið beint til lamba sinna, frels­inu feg­in.

sunn­lenska.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert