Kind bjargað úr gjá

Haust á Þingvöllum.
Haust á Þingvöllum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Kind var í dag bjargað úr djúpri gjá í sumarbústaðarlandi við Kárastaði á Þingvöllum.

Á fréttavefnum sunnlenska.is kemur fram að sést hafi þegar kindin féll í 15-20 metra djúpa gjá. Vatn er í gjánni en kindin komst upp á syllu. Þegar félagar úr Björgunarfélagi Árborgar komu til að ná henni upp stökk hún aftur út í vatnið og þurfti að synda á eftir henni.

Kindin var bundin og hífð upp. Haft er eftir björgunarsveitarmanni á vef sunnlenska að hún hafi verið vel á sig komin eftir ævintýrið og hlaupið beint til lamba sinna, frelsinu fegin.

sunnlenska.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert