Kringumstæður ekki voveiflegar

mbl.is

Maðurinn sem lést í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrrinótt var fæddur 1978 og hafði átt við langvarandi áfengisvanda að stríða. Hann var ásamt félaga sínum færður í fangaklefa lögreglu vegna mikillar ölvunar, þar sem átti að láta þá sofa úr sér.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú tekið við málinu að beiðni lögreglunnar á Suðurnesjum og í samráði við ríkissaksóknara.

Björgvin Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að bráðabirgðaniðurstöður krufningar liggi fyrir eftir einn eða tvo daga. Þyki niðurstöðurnar hins vegar ekki óyggjandi verði beðið eftir niðurstöðum lyfja- og efnarannsókna. Það geti tekið allt að 6-8 vikur.

Björgvin segir manninn ekki hafa verið með sýnilega áverka og ekkert bendi til að dauða hans hafi borið að með voveiflegum  hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert