Sneru við á Víkurskarði

Krapi eða snjór var á vegum í Mývatnssveit í gærkvöldi …
Krapi eða snjór var á vegum í Mývatnssveit í gærkvöldi enda hiti við frostmark. mbl.is/Birkir Fanndal

Vetrarfærð er á nokkrum vegum á Norður- og Norðausturlandi. Bílar sem ekki eru komnir á vetrardekkin hafa lent í vandræðum á Víkurskarði og víðar á Norðurlandi í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er krapi á Vatnsskarði og Þverárfjalli, og eins á Siglufjarðarvegi og í Héðinsfirði. Á Víkurskarði er krapi og éljagangur, og hálkublettir  á Mývatnsöræfum.

Á vefmyndavélum Vegagerðarinnar sést að slydda eða snjókoma var á fjallvegum norðanlands, allt frá Vatnsskarði vestra og austur á land.

Í Mývatnssveit var snjóþekja og þurftu menn að skafa bílrúðurnar áður en þeir hreyfðu bílana.

Maður sem ætlaði frá Akureyri austur á land í kvöld lenti í vandræðum á Víkurskarði og sneri við. Hann fór þá fyrir Dalsmynni en þurfti að snúa við hjá Goðafossi. Sagði hann við mbl.is að ófært væri í brekkunni fyrir ofan Fosshól fyrir fólksbíl á sumardekkjum.

Fleiri sem þannig voru útbúnir sneru við á Víkurskarði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert