Bíll valt á Suðurlandsvegi um miðjan dag í gær. Ökumanninn sakaði ekki, eftir því sem best er vitað, en undir stýri var kona á sextugsaldri. Talið er að hún hafi sofnað við aksturinn, að sögn lögreglunnar.
„Óhappið minnir okkur á mikilvægi þess að ökumenn hafi einbeitinguna í lagi. Sæki að þeim syfja eða þreyta er nauðsynlegt að gera hlé á akstrinum og halda síðan ferðinni áfram þegar viðkomandi ökumaður hefur náð að hvílast. Sé það ekki gert kann að fara mjög illa,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.