Engin alvara á bak við stóru orðin

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þetta sýnir svo ekki verður um villst að það er engin alvara á bak við öll stóru orðin um viljann til að styðja við atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjunum,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is vegna ítarlegrar uppfjöllunar Morgunblaðsins í dag um málefni Magma Energy. Það dugi ekki að vera með sýndarfundi í ríkisstjórn þegar hugur fylgi ekki máli.

Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi strax í ágúst 2009 beitt áhrifum sínum til þess að tryggja að ekkert yrði af byggingu álvers Norðuráls í Helguvík. Meðal annars með því að semja við Ross Beaty, forstjóra og stjórnarformann Magma Energy, um að félag hans gæti eignast 50% í HS Orku og að HS Orka myndi leita leiða til þess að auka fjölbreytileika í viðskiptamannahópi sínum og gæti þar af leiðandi ekki afhent Norðuráli þá raforku sem þyrfti til Helguvíkur.

Á Facebook-síðu sinni í morgun segir Bjarni að um sé að ræða ótrúlega lesningu. „Þar má sjá hvernig fjármálaráðherrann lagði fyrirfram blessun sína yfir fjárfestingar Magma í HS Orku. Skömmu síðar tók hann fullan þátt í baráttu gegn málinu, sett var nefnd yfir nefnd til að stöðva það og sagt að vilji ríkisstjórnarinnar (gegn fjárfestingunni) væri skýr.“

Facebook-síða Bjarna Benediktssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka