Jón andvígur fjölgun aðstoðarmanna

Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lýsti andstöðu sinni við hugmyndir um fjölgun aðstoðarmanna ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Þar var hann að svara fyrirspurn frá Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins.

Sagði Jón ráðherra vera verkstjóra í sínu ráðuneyti og það mætti ekki búa þannig um hnútana að það yrði meiri vinna fyrir þá að stýra aðstoðarmönnum sínum en viðkomandi ráðuneytum.

Vigdís spurði Jón ennfremur hvort hann myndi styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórnarráðinu og hvort hann væri sáttur við að leggja ætti samkvæmt því sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið af.

Jón sagðist hafa lagst gegn frumvarpinu á vettvangi ríkisstjórnarinnar og að það kæmi síðan í ljós hvernig farið yrði með það í þinginu. Þá sagðist hann ekki trúa því að ætlunin væri að leggja ráðuneyti hans niður.

Vigdís sagði ljóst að ef eitt atvinnuvegaráðuneyti yrði stofnað með sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins þá þýddi það að ráðuneyti Jóns heyrði sögunni til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert