Sóttvarnalæknir telur að mörg HIV-smit megi rekja til einnar konu, að því er kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Segir blaðið að embættið hafi farið fram á það árið 2007 að konan yrði sett í tímabundna einangrun árið 2007 þar sem hún væri skaðleg öðrum. Héraðsdómur synjaði kröfu sóttvarnalæknis og fékk konan að fara frjáls ferða sinna.
Konan var virkur sprautufíkill og hélt því fram við sóttvarnalækni til að byrja með að hún treysti sér ekki til að gæta sín úti í samfélaginu. Fyrir dómi sagðist hún hins vegar ætla að fylgja öllum reglum og myndi ekki smita aðra.
Af þeim sautján einstaklingum sem hafa greinst með HIV-smit á þessu ári eru þrettán sprautufíklar.