Þingnefnd fjalli á ný um vatnalagafrumvarp

Vatnalagafrumvarp var rætt lengi í Alþingi í dag.
Vatnalagafrumvarp var rætt lengi í Alþingi í dag. mbl.is/Golli

Umræðu um frumvarp til vatnalaga lauk á Alþingi í kvöld. Reiknað er með að þingnefndin fjalli um málið áður en til atkvæðagreiðslu kemur.

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn forseta í kvöld og gerði athugasemdir við þeir sem skrifuðu undir álit meirihluta iðnaðarnefndar hefðu ekki verið viðstaddir umræðuna og hann hefði ekki fengið svör við spurningum sem hann hefði lagt fram. Nauðsynlegt væri að ræða þetta mál betur.

Álfheiður Ingadóttir sem sat á forsetastóli sagði að málið hefði fengið ítarlega umræðu í dag. Hún taldi að orðið yrði við óskum um að þingnefndin fjallaði um málið að nýju, áður en umræðu yrði fram haldið og atkvæði greidd.

Þingmenn ræða nú frumvarp forsætisráðherra til breytinga á lögum um stjórnarráð Íslands. Að ósk þingflokks Sjálfstæðisflokksins er þingmönnum gefinn tvöfaldur ræðutími við umræðuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert