„Ég mótmæli þessari óstjórn forseta,“ sagði Þráinn Bertelsson þingmaður er hann lenti í orðaskaki við Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem sat í stól forseta alþingis í morgun. Þegar Þráinn sté í pontu notaði hann orðið „slátra“ um stjórnvaldsákvarðanir Svandísar Svavarsdóttur menntamálaráðherra í málefnum Kvikmyndaskóla Íslands.
Ragnheiður stöðvaði þá málflutning þingmannsins í ræðustól og kunni Þráinn því illa. Kvaðst hann vilja bera af sér sakir. Lauk orðaskiptum þeirra með fyrrgreindum hætti.