Vörumerki á heimsmælikvarða

Jeff Kupsky, forstjóri Turner Broadcasting Services í Evrópu, segir Latabæ hafa náð ótrúlegum árangri á liðnum árum hvað varðar kynningu á vörumerkinu.

Skrifað var undir samning áðan um kaup Turner-samsteypunnarar á Latabæ fyrir um 2,5 milljarða króna. Kupsky sér ekki fyrir sér róttækar breytingar á fyrirtækinu og segir að fjárfesting samsteypunnar sé hugsuð til langs tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka