Enginn krafðist kosninga

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.

Ekki kom fram krafa á vett­vangi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar áður en til­skil­inn frest­ur rann út, um að fram færi alls­herj­ar­at­kvæðagreiðsla um formann flokks­ins fyr­ir lands­fund­inn, sem hald­inn verður 21. til 23. októ­ber.

Skv. lög­um flokks­ins þarf krafa um for­manns­kosn­ing­ar að koma fram ekki síðar en 45 dög­um fyr­ir boðaðan lands­fund. Sá frest­ur rann út sl. þriðju­dag.

Kosn­ing­ar um for­ystu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til næstu tveggja ára fara því fram á lands­fund­in­um sjálf­um. Þær upp­lýs­ing­ar feng­ust inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að ekki hefði frést af nein­um fram­boðum gegn nú­ver­andi for­ystu. Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í viðtali við DV í vor að hún ætlaði að gefa kost á sér áfram sem formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert