Fjölmenni sótti sýningu sem Flugmálafélag Íslands stóð fyrir á Reykjavíkurflugvelli í dag. Sýningin er öðrum þræði haldin í tilefni af sjötíu ára afmæli vallarins um þessar mundir og eru meðal annars sýndar myndir úr íslenskri flugsögu.
Einnig mættu á svæðið nokkrir þeirra hermanna úr röðum Breta sem stóðu að byggingu vallarins á sínum tíma.
Dagskráin í dag hefur annars verið mjög fjölbreytt. Flugmenn á smærri sem stærri flugvélum sýndu ýmsar kúnstir, fallhlífastökkvarar léku listir sýnar, þota Icelandir lenti á svæðinu og flugmenn Landhelgisgæslunnar sýndu hvernig nota má þyrlu við slökkvistarf.