Fjölmenni á flugsýningu

Fjöldi glæsilegra flugvéla var á sýningunni.
Fjöldi glæsilegra flugvéla var á sýningunni. Árni Sæberg

Fjöl­menni sótti sýn­ingu sem Flug­mála­fé­lag Íslands stóð fyr­ir á Reykja­vík­ur­flug­velli í dag. Sýn­ing­in er öðrum þræði hald­in í til­efni af sjö­tíu ára af­mæli vall­ar­ins um þess­ar mund­ir og eru meðal ann­ars sýnd­ar mynd­ir úr ís­lenskri flug­sögu.

Einnig mættu á svæðið nokkr­ir þeirra her­manna úr röðum Breta sem stóðu að bygg­ingu vall­ar­ins á sín­um tíma.

Dag­skrá­in í dag hef­ur ann­ars verið mjög fjöl­breytt. Flug­menn á smærri sem stærri flug­vél­um sýndu ýms­ar kúnst­ir, fall­hlíf­a­stökkvar­ar léku list­ir sýn­ar, þota Iceland­ir lenti á svæðinu og flug­menn Land­helg­is­gæsl­unn­ar sýndu hvernig nota má þyrlu við slökkvistarf.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert