Hátt í 250 uppboð í september

188 eignir hafa farið á lokauppboð á Suðurnesjum á árinu.
188 eignir hafa farið á lokauppboð á Suðurnesjum á árinu.

Sýslumennirnir í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og í Keflavík áætla að 249 eignir fari á uppboð á næstu fjórum vikum og er þar um að ræða eignir einstaklinga og lögaðila, þ.e. fyrirtækja.

Hafa 533 eignir þegar farið á lokauppboð hjá sýslumönnunum fjórum á árinu. Er því útlit fyrir að í októberbyrjun 2011 hafi 782 eignir farið undir hamarinn, að frátöldum þeim eignum sem teknar verða af uppboðsskrá áður en til uppboðs kemur.

Til samanburðar fóru 1.138 eignir á lokauppboð hjá sýslumönnunum fjórum í fyrra.

Eins og rifjað er upp í Morgunblaðinu í dag lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra yfir andstöðu við að eignir færu á uppboð þegar hún boðaði aðgerðir í skuldamálum heimilanna í stefnuræðu í októberbyrjun í fyrra. Orðrétt sagði Jóhanna:

„Það gengur ekki að eigur fólks séu settar á uppboð fyrr en allar aðrar leiðir hafa verið fullreyndar. Í einhverjum tilvikum er sú leið hins vegar óhjákvæmileg og þá verðum við að geta treyst á leigumarkaðinn og félagslegar húsnæðislausnir,“ sagði forsætisráðherra meðal annars í ræðu sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert