Treysta Hönnu Birnu best

Hanna Birna Kristjánsdóttir á kosningavöku Sjálfstæðisflokks 2009.
Hanna Birna Kristjánsdóttir á kosningavöku Sjálfstæðisflokks 2009. hag / Haraldur Guðjónsson

Ríf­lega 40% aðspurðra í könn­un sem Capacent Gallup gerði að ósk stuðnings­manna Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur treysta henni best til að leiða Sjálf­stæðis­flokk­inn. Til sam­an­b­urðar nefndi 11,1% aðspurðra Bjarna Bene­dikts­son, nú­ver­andi formann flokks­ins, að því er fram kom í kvöld­frétt­um Stöðvar 2.

Að sögn Hönnu Birnu er könn­un­in ekki á henn­ar veg­um.

Þá nefndu 7,6% Kristján Þór Júlí­us­son, 5,5% Ólöfu Nor­dal og 1,9% Guðlaug Þór Þórðar­son.

Af­gang­ur­inn, eða 28,3% aðspurðra, skilaði hins veg­ar auðu, ef svo má að orði kom­ast um skoðana­könn­un.

Til sam­an­b­urðar nefndu 51,4% aðspurðra sjálf­stæðismanna nafn Hönnu Birnu en 24,3% nafn Bjarna Bene­dikts­son­ar.

Alls voru 1.320 í úr­taki og var svar­hlut­fall um 60%. Tóku þar af 80% af­stöðu.

Könn­un­in var gerð á net­inu 7.-14. júlí í sum­ar.

Hafa úr­slit­in verið kunn­gerð for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins, að því er fram kom í frétt­um Stöðvar 2 í kvöld.

En eins og tekið var fram í kvöld­frétt­um Stöðvar 2 hef­ur fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins síðan auk­ist í könn­un­um og staða Bjarna sem for­manns því ef til vill styrkst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert