Vogunarsjóðir fá heimilin

Reykjavík séð frá Hallgrímskirkjuturni
Reykjavík séð frá Hallgrímskirkjuturni Ómar Óskarsson

Það er „öm­ur­leg staða“ að vog­un­ar­sjóðir skuli nú leysa til sín fast­eign­ir skuld­settra heim­ila og selja þær á markaðsverði, eft­ir að hafa tekið yfir hús­næðis­skuld­ir á niður­settu verði. Þetta er mat Þor­leifs Gunn­laugs­son­ar, vara­borg­ar­full­trúa VG, en hann hef­ur komið að gerð hús­næðis­stefnu VG.

Þor­leif­ur harm­ar að Vinstri græn­ir skuli ekki hafa beitt fé­lags­leg­um úrræðum í meira mæli í lands­stjórn­inni, enda hafi rík­is­stjórn­in verið í ein­stakri stöðu til þess í kjöl­far banka­hruns­ins.

Með til­vís­un í vog­un­ar­sjóði vís­ar vara­borg­ar­full­trú­inn til eign­ar­halds á Íslands­banka og Ari­on banka. Lands­bank­inn er hins veg­ar sem kunn­ugt er að mestu leyti í eigu rík­is­ins.

Ríkið var í ein­stakri stöðu

Þor­leif­ur tel­ur að fast­eignalán heim­il­anna hefðu aldrei átt að falla í hend­ur vog­un­ar­sjóða.

„Ríkið var í ein­stakri stöðu til þess að gera grund­vall­ar­breyt­ing­ar á hús­næðismarkaðnum í kjöl­far hruns­ins. Ríkið átti megnið af hús­næðislán­un­um í gegn­um eign­ar­hald sitt á bönk­un­um. Ríkið var því í þeirri stöðu að geta sett lán­in inn í Íbúðalána­sjóð eða byggt upp sann­gjarn­an hús­næðismarkað í gegn­um fé­lags­leg hús­næðis­fé­lög.

Þá var ríkið í þeirri stöðu að geta lækkað hús­næðislán­in í stað þess að láta bank­ana hafa þau með af­föl­um.“

„Ríma öm­ur­lega við raun­veru­leik­ann“

- Hvernig koma fyr­ir­heit VG í hús­næðismál­um heim og sam­an við stöðuna á fast­eigna­markaði í dag?

„Mark­mið VG í hús­næðismál­um ríma öm­ur­lega við raun­veru­leik­ann. Heim­il­in eru nú und­ir hamr­in­um. Hér varð mik­ill for­sendu­brest­ur. Fast­eignalán­in hækkuðu mikið við hrunið. Svo bæt­ist það við að fólk miss­ir vinn­una og hef­ur því ekki tekj­ur til þess að borga af lán­un­um. Þess vegna er fólk að missa hús­næði sitt í dag.

Rík­is­stjórn­in gaf til skamms tíma þau fyr­ir­heit að hún myndi bjarga skuldug­um heim­il­um út úr þess­um vanda og að fólk fengi sann­gjarna úr­lausn sinna mála.

Nú, loks­ins þegar Íbúðalána­sjóður er að setja íbúðir á leigu­markað, er hann að gera það á markaðsverði,“ seg­ir Þor­leif­ur og bend­ir á að marg­ir eigi erfitt með að ráða við leigu­verðið eins og það er á markaðnum í dag.

Vanefnd­ir í hús­næðismál­um

Hann svar­ar því síðan aðspurður til að stjórn­völd hafi ekki efnt lof­orð sín í hús­næðismál­um.

„Svarið er nei. Það er að mínu mati öm­ur­legt að vog­un­ar­sjóðir séu að leysa til sín eign­ir í dag. Þarna er um að ræða grunnþörf fólks og að vog­un­ar­sjóðir skuli vera bún­ir að leysa til sín fjölda heim­ila er vita­skuld öm­ur­leg staða,“ seg­ir Þor­leif­ur Gunn­laugs­son.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka