Græn bílalán vinsæl

Ernir Eyjólfsson

Um það bil helmingur allra nýrra bílalána hjá Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka, eru svokölluð græn lán en þau hafa frá stofnun Ergo staðið til boða við kaup á öllum bifreiðum í útblástursflokkum A, B og C.

„Þessar góðu viðtökur á grænu bílalánunum sýna ákveðna hugarfarsbreytingu,“ segir Jón Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri Ergo. „Fólk hugar í meiri mæli að rekstrarkostnaði bílsins þar sem sá liður hefur farið síhækkandi í heimilisbókhaldinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka