Um það bil helmingur allra nýrra bílalána hjá Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka, eru svokölluð græn lán en þau hafa frá stofnun Ergo staðið til boða við kaup á öllum bifreiðum í útblástursflokkum A, B og C.
„Þessar góðu viðtökur á grænu bílalánunum sýna ákveðna hugarfarsbreytingu,“ segir Jón Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri Ergo. „Fólk hugar í meiri mæli að rekstrarkostnaði bílsins þar sem sá liður hefur farið síhækkandi í heimilisbókhaldinu.“