Elín Hirst var varafréttastjóri á RÚV þegar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar þann 11. september 2001. Hún var stödd í verslun, þegar hún tók eftir því að fólk fór að þyrpast að sjónvarpsskjá í versluninni.
„Það var verið horfa á CNN og við sáum að það var búið að fljúga í gegnum World Trade Center. Ég hætti við allt sem ég var að gera, hljóp út í bíl og beint upp í Efstaleiti,“ segir Elín.
„Þegar ég sá fyrri turninn fara, þá vonaði ég innst inni að þetta hefði verið slys,“ segir Elín. „En það læddist að manni sá grunur að þetta gæti verið hryðjuverk.“