„Tel að staða mín sé sterk“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

„Ég mun leggja mín verk í dóm landsfundar í nóvember og held mínu striki. Ég tel að staða mín sé sterk, enda hefur flokkurinn verið í stöðugri sókn undir minni forystu,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, inntur eftir viðbrögðum við skoðanakönnun sem Stöð 2 greindi frá í gærkvöldi.

Samkvæmt könnuninni, sem gerð var fyrir stuðningsmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, treysta 24% kjósenda Sjálfstæðisflokksins Bjarna best til að gegna formennsku í flokknum en 51% sögðust vilja Hönnu Birnu í formannssætið.

Hanna Birna hefur enn ekki upplýst um hvort hún hyggst bjóða sig fram til formanns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert