Bragi efstur á Norðurlandamóti öldunga

Bragi Halldórsson og Friðrik Ólafsson
Bragi Halldórsson og Friðrik Ólafsson

Menntaskólakennarinn Bragi Halldórsson er í miklu stuði á Norðurlandamóti öldunga og gerði sér lítið fyrir og vann fremur öruggan sigur á FIDE-meistaranum Bent Sörensen í þriðju umferð.  Bragi er nú einn efstur með fullt hús.  Sigurður Eiríksson heldur áfram að koma á óvart og gerði nú jafntefli við finnska stórmeistarann og þrefaldan Norðurlandameistara öldunga, Heikki Westerinen, samkvæmt upplýsingum frá Skáksambandi Íslands.

Sigurður er meðal átta keppenda sem eru í öðru sæti hálfum vinningi á eftir Braga.  Það er einnig Friðrik Ólafsson sem vann Halldór Garðarsson í aðeins 12 leikjum.  Ólafur Kristjánsson og Jóhann Örn Sigurjónsson hafa sömuleiðis 2½ vinning.

Fjórða umferð fer fram á morgun og hefst kl. 14. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert