„Ég vil fá á hreint hvað átti sér stað“

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir í hópi þingmanna á Alþingi.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir í hópi þingmanna á Alþingi. mbl.is/Kristinn

Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, seg­ir að ým­is­legt hafi komið sér á óvart að und­an­förnu varðandi Magma-málið. Hún seg­ist bú­ast fast­lega við því að málið verði rætt fljót­lega inn­an flokks­ins, með til­liti til þeirra upp­lýs­inga sem fram hafa komið að und­an­förnu og fjallað hef­ur verið um í fjöl­miðlum.

Hef­ur eitt­hvað af þeim upp­lýs­ing­um sem fram hafa komið að und­an­förnu um sam­skipti Stein­gríms J. við Ross Beaty komið þér á óvart? „Það er ým­is­legt sem hef­ur komið mér á óvart í þessu máli og þess vegna hef ég verið að bíða eft­ir rann­sókn á því. Mörg­um spurn­ing­um er ósvarað, en ég er ekki búin að gefa upp alla von um að það verði undið ofan af einka­væðing­unni. En ég vil fá á hreint hvað átti sér þarna stað.“

Í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hún, að aðal­atriðið í þessu öllu sé, að rík­is­stjórn­in hafi lofað því að undið yrði ofan af einka­væðingu í orku­geir­an­um. „Það hef­ur enn ekki verið leitt til lykta og það stend­ur ennþá upp á rík­is­stjórn­ina að efna þetta lof­orð,“ seg­ir Guðfríður Lilja.

„Því var líka lofað að rann­saka alla þætti Magma-máls­ins, al­veg frá upp­hafi og koma með það allt upp á yf­ir­borðið, ekki síst að af­hjúpa hin viðskipta­legu og póli­tísku tengsl. Það lof­orð hef­ur ekki verið efnt, en það er brýn nauðsyn að það verði staðið við það.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert