Ferðast fyrir 98 milljónir

Víða hefur verið farið á undanförnum árum. Hér ræðir Össur …
Víða hefur verið farið á undanförnum árum. Hér ræðir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu.

Ferðalög starfs­manna ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og emb­ætt­is­manna und­ir­stofn­ana kostuðu skatt­greiðend­ur 98 millj­ón­ir króna á síðasta ári. Er það held­ur hærri fjár­hæð en á ár­inu 2009 en svipuð að krónu­tölu og 2007. Kostnaður­inn var mun meiri hru­nárið, 2008.

Á Alþingi var í dag dreift svari ut­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um ferðalög á veg­um ráðuneyt­is­ins. Þar vantaði upp­lýs­ing­ar um kostnað, sem um var spurt.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið kveðst hafa sent upp­lýs­ing­ar um kostnað til þings­ins og birti í kvöld skjal með svari ráðuneyt­is­ins í heild.

Þar kem­ur fram að kostnaður við ferðir starfs­fólks ráðuneyt­is­ins hækkaði úr 71 millj­ón 2009 í 80 millj­ón­ir 2010 og er svipaður í krónu­tölu og 2007. Dag­pen­ing­ar eru innifald­ir.

Þegar litið er á ráðuneytið, sendiskrif­stof­ur er­lend­is og stofn­an­ir á veg­um ráðuneyt­is­ins sést að kostnaður­inn var um 98 millj­ón­ir í heild á síðasta ári, 6 millj­ón­um meira en 2009. Ferðakostnaður­inn er svipaður og 2007 en á ár­inu 2008 fór hann upp í yfir 140 millj­ón­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert