Hafna tillögu ráðherra

Íbúar Patreksfjarðar vilja betri veg.
Íbúar Patreksfjarðar vilja betri veg. www.mats.is

„Okk­ur líst mjög illa á þetta. Íbúar og sveit­ar­fé­lög­in á Vest­fjörðum hafa hafnað þess­ari leið ít­rekað,“ seg­ir Ingi­mund­ur Óðinn Sverris­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Vest­ur­byggðar, um þá til­lögu Ögmund­ar Jónas­son­ar inn­an­rík­is­ráðherra að end­ur­bæta nú­ver­andi veg um Hjalla­háls og Ódrjúgs­háls.

Inn­an­rík­is­ráðherra hef­ur kallað full­trúa Vest­f­irðinga og nokk­urra stofn­ana á fundi að und­an­förnu til að reyna að finna lausn­ir á teng­ingu sunn­an­verðra Vest­fjarða við þjóðvega­kerfið. Vega­gerðin lagði á sín­um tíma til að far­in yrði ný leið yfir Djúpa­fjörð og Gufu­fjörð, svo­kölluð B-leið. Land­eig­end­ur í Teigs­skógi mót­mæltu og að lok­um ógilti Hæstirétt­ur úr­sk­urð um­hverf­is­ráðherra vegna galla á um­hverf­is­mati.

Á fundi með sam­ráðshópn­um sl. föstu­dag lagði Ögmund­ur Jónas­son til að far­in yrði svo­kölluð D-leið sem felst meðal ann­ars í því að veg­ur­inn um Hjalla­háls og Ódrjúgs­háls verður lagaður. Jafn­framt lýs­ir hann yfir stuðningi við að jarðgöng und­ir Hjalla­háls verði sett í sam­göngu­áætlun sem gilda á til 2022.

„Þetta er ekki það sem við vilj­um og langt í frá að hægt sé að kalla þetta sam­ráð,“ seg­ir Ingi­mund­ur Óðinn. „Þetta er bara end­ur­vinnsla á göml­um hug­mynd­um sem búið er að hafna. Við höf­um ekk­ert umboð íbúa til að gera mála­miðlun um lág­lend­is­leið,“ seg­ir hann.

Spurður hvaða kost­ir séu í stöðunni með lág­lend­is­leið seg­ir Ingi­mund­ur Óðinn að þeir geri ekki upp á milli leiða sem tryggi stytt­ingu leiðar og lagn­ingu ör­uggs veg­ar á lág­lendi. Bend­ir hann á að Vest­f­irðing­ar hafi stutt til­lög­ur Vega­gerðar­inn­ar um svo­kallaða B-leið en úti­loki ekki aðrar leiðir sem geri sama gagn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert