Jóhanna: fundartíminn óákveðinn

Jóhanna Sigurðardóttir í ræðustól á þingi.
Jóhanna Sigurðardóttir í ræðustól á þingi. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir óákveðið hvenær hún muni funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, vegna ummæla hans um framgöngu ríkisstjórnarinnar í Icesave-deilunni. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á alþingi fyrir stundu.

Fyrirspyrjandi var Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, en hún spurði forsætisráðherra hvenær hann myndi krefja forsetann skýringa á framgöngu sinni.

Sagði Jóhanna þá að tímasetningin hefði ekki verið ákveðin en hún hefði ekkert meira að segja um málið á þessu stigi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert