Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra að láta rannsaka umsögn umhverfisráðuneytisins um Lagarfljót. Svandís verður við áskoruninni, með þeim orðum að „grimmileg inngrip“ hafi verið gerð í náttúruna á austurhluta landsins á undanförnum árum.
„Svar mitt er að þetta verður að sjálfsögðu skoðað í umhverfisráðuneytinu,“ sagði Svandís í öðru svari sínu við fyrirspurn Marðar í þinginu í morgun.
Var tilefnið fréttaflutningur RÚV af því að Lagarfljót sé nú kaldara og gruggugra en fyrir framkvæmdirnar við Kárahnjúkavirkjun.
Mörður rifjaði upp að Skipulagsstofnun hefði úrskurðað að þessi mundu verða áhrifin á Lagarljót en umhverfisráðuneytið síðan komist að annarri niðurstöðu.
„Augljós hnignun,“ hefði orðið í fljótinu.
Svandís segir að umsögn umhverfisráðuneytisins á síðasta áratug verði rannsökuð. Hún sé arfur frá þeim tíma þegar „stóriðjustefnan valtaði yfir skynsemi“.